top of page

Ugandan Film School í Kampala býður upp á háskólanám í kvikmyndagerð í Mið Afríku, með fókus á Uganda, Kenya og Tansaníu. Námsleiðin er væntanlega í samvinnu við Makerere háskólann í Kampala.
 

Menntaeining í boði: Grunnnám háskóla í kvikmyndagerð og leiklist til 120 eininga diplomu eða 180 eininga BA gráðu í samvinnu við Makerere háskólann.

 

Boðið er upp á nám við eftirfarandi 4 deildir:

D1 Directing / Producing
D2 Creative Technology
D3 Screewriting / Directing
D4 Acting for Screen


Prógrammið er nákvæm eftirlíking af Kvikmyndaskóla Íslands og menntar til sömu starfa.

UGANDAN

FILM SCHOOL

Creating Stars

Háskólanám í kvikmyndagerð í Mið- Afríku

Hugmyndina að UFS má rekja til ársins 2007 þegar Terry Samuel Kazooba Devos frá Uganda skráði sig í nám í Kvikmyndaskóla Íslands. Þá var strax viðruð sú hugmynd að ef hann kláraði námið þá myndum við stofna skóla í hans heimalandi. Hann lauk síðan námi árið 2009. Árið 2011 var málið tekið upp aftur og hefur síðan alltaf verið haft til hliðsjónar í námskrárvinnu og skipulagi, þ.e. miðað er við að hönnun og skipulag skólans sé með þeim hætti að hægt sé að gera eftirmynd af honum og setja hann niður í heilu lagi í öðru landi og fá hann til virka.

 

Uganda er að ýmsu leyti heillandi valkostur. Uganska lýðveldið er 18 árum yngra en hið íslenska og þeir eru á hraðri leið inn í vestrænan nútíma. Kvikmyndaiðnaðurinn er á barnsskónum en tekur hraðstígum framförum með ári hverju. Það er nauðsynlegt að lágmarks „infrastrúktúr“ kvikmyndaiðnaðar sé til staðar í landinu þar sem kennarar eru sóttir út í fagið. KVÍ módelið er beinlínis hannað til að byggja upp kvikmyndaiðnað. Þess vegna eru lönd eins Uganda með 43 milljónir íbúa og Kenya með 46 milljónir og Tansanía með 50 milljónir, með kvikmyndaiðnað í startholunum en enga kvikmyndaskóla, spennandi áskorun.

 

Terry Kazooba hefur ágætar tengingar inn í stjórnsýsluna í Uganda og við höfum kynnt verkefnið óformlega fyrir menntamálaráðuneytinu þar. Jafnframt höfum við kynnt verkefnið fyrir sendiherra Uganda á Íslandi. Viðtökur þessara aðila hafa verið mjög jákvæðar sem eðlilegt verður að teljast.

 

Næsta skref er að fara til Kampala, funda með stjórnvöldum um hugsanlegan stuðning þeirra, funda með Makerere háskólanum, finna húsnæði og kanna verðlag, funda með kvikmyndafyrirtækjum og sjónvarpsstöðvum og kanna kennaraval. Ef allir þessir þættir eru jákvæðir þá er eðlilegt að opna söluskrifstofu og kanna hvort borgandi viðskiptavinir fást í þessum  löndum.


Stefnt er að könnunarferð til Kampala í október. Í kjölfarið verður sölukerfi sett í gang næstu áramót og með því reynt að fylla fjóra bekki fyrir haustið 2018.

 

Framkvæmdaáætlun UFS
1. des 2017, undirbúningsrannsókn lokið
1. mars 2018, samningagerð lokið
1. ágúst 2018, fyrstu skráningu lokið
1. sept 2018, nemendafjöldi 35
1. jan 2019, nemendafjöldi 70
1. sept 2020, nemendafjöldi 105
1. jan 2021, nemendafjöldi 140

VERKEFNIÐ

Ekki liggja fyrir tölur um rekstrarkostnað, þ.e. laun, húsnæði, tæki og þessháttar en upplýsingaöflun er í gangi. Reynt verður að semja við stjórnvöld um að þau þau sjái um kostnað fyrir einhvern fjölda nemenda. Síðan þarf að stilla upp eins lágum skólagjöldum og mögulegt er, bæði til að laða að nemendur og eins að selja stjórnvöldum hagkvæm kjör á nemendaígildum.

FJÁRMÁL

Áætlað er að rekstrar- og launakostnaður sé 20% lægri, og skólagjöld eru lækkuð sem því nemur. Rannsókn er í gangi á rekstrarumhverfi Kampala og niðurstöður eru væntanlegar innan tíðar. Breytingar verða svo gerðar á áætlun í samræmi við nýjar upplýsingar.

Að byggja upp öflugan kvikmynda- og sjónvarpsiðnað í Mið-Afríku sem veitir milljónum manna atvinnu, styrkir menningarlega sjálfsmynd  og skilar fjármunum inn í samfélögin.

MARKMIÐ

Anchor 1
Anchor 3
Anchor 4

Módelið sem KVÍ/IFS/UFS starfar eftir er hannað fyrir kvikmyndaiðnað sem er í fyrstu skrefum uppbyggingu (breið starfalína, fjölmennir nemendahópar og mikið lagt upp úr að allir nemendur læri að vera drifkraftar kvikmyndagerðar). Það er því freistandi að opna skóla á stöðum þar sem kvikmyndaiðnaður er að byrja að skjóta rótum. Fyrsta skrefið til að draga upp þessa framtíðarmynd er stofnun UFS í Uganda.  Stóra myndin er að opna skóla byggða á sömu fyrirmynd víðsvegar um heiminn þar sem ekki eru viðurkenndir kvikmyndaskólar fyrir.

FRAMTÍÐARSÝN

Anchor 5
bottom of page