top of page

Telemakkus er fjölvöru- (multi product) fyrirtæki á sviði menntunar. Félagið hefur forgöngu um hönnun námsleiða og stofnunar skóla eða deilda til að sjá um rekstur þeirra. Áhersla er lögð á hágæðaskólahald, þar sem nemandinn gengur að því vísu hvaða hæfni hann hefur að námi loknu og hvaða möguleikar standa honum til boða. Virk stuðnings-, verkefna-, og starfamiðlunarkerfi er meðal allra útskrifaðra hópa. Unnið er samkvæmt mótuðum skólareglum sem leggja línur varðandi skipulag og inntak skólastarfs. 

 

Framundan er mikil aukning nýrra nemenda inn á háskólastigið. Það er meiri velsæld en nokkru sinni í heiminum og millistéttin stækkar ört. Háskólakerfi heimsins munu engan vegin ráða við  eftirspurn eftir námi og atvinnulífið hefur ekki pláss fyrir stóra nýja hópa af ómenntuðu starfsfólki. Sá aðili sem fyrstur kemur fram með ódýrt háskólanám í netheimi, sem nýtur jafnmikillar eða meiri viðurkenningar og bestu háskólar heims, mun komast í hagfellt viðskiptaumhverfi. Það eru tugir, líklega hundruð milljóna nýrra nýnema að koma fram á næstu áratugum sem þarf að sinna. Telemakkus hyggst róa á þessi mið.

 

Telemakkus gerir kröfu til skóla og undirfélaga að þau séu rekin með hagnaði. Telemakkus innheimtir 10% af tekjum skólanna í greiðslu fyrir ábyrgðar-, stjórnunar- og þjónustuhlutverk. Skýrar og fyrirframákveðnar reglur eru um meðhöndlun hagnaðar af kjarnastarfsemi hvers skóla. 30% fara til tækniþróunar og tækjakaupa, 30% til rannsókna, 20% fara til stuðningskerfa fyrir útskrifaða nemenda, 10% fara til eigenda/Telemakkusar og 10% fara til endurgreiðslu skólagjalda. Það er mikilvægt að þetta liggi skýrt fyrir þar sem stór hluti tekna Telemakkusar er í gegnum umboðsviðskipti, þar sem stjórnvöld eru að kaupa menntun fyrir þegna sína og nota til þess skattfé. Gagnsæi í rekstri er mikilvægt atriði til að ná viðskiptum við opinbera aðila.

Rekstur

Telemakkus. Tekjur Telemakkusar eru 10% af tekjum undirfélaga og hluti af hagnaði. Þjónusta sem Tmakk veitir undirskólum er skólamódel, fjármögnun í starti, stjórnunarþáttaka, þróun og eftirlit, sölustarfsemi og samningagerð.  Mannahald hjá Tmakk er í lágmarki, innan við 10 manns sem starfa við eftirlit og frumvinnslu í þróunarstarfi. 10% af tekjum félagsins fara í þróunarsjóð og eru notaðar í stofnkostnað nýrra félaga og þróunarstarf. Hagnaður er greiddur út til eigenda.

KVÍ. Áætluð er nemendaaukning vegna samstarfsins við Háskóla Íslands sem kemst formlega á árið 2017.  Jafnframt er miðað við að full fjárveiting frá ríkissjóði að upphæð 144 milljónir á ári, verði komin 2019. KVÍ greiðir ekki umsýslugjald til Telemakkusar  fyrr en skólinn hefur komið sér upp tryggingasjóði sem getur staðið undir tveggja ára rekstri við algjört tekjurof. Miðað er við að sjóðsöfnun verði lokið fyrir 2050 og þá greiði KVÍ 10% af tekjum til Telemakkusar eins og aðrir skólar. Tekjuaukning '30, '50 og '100, er byggð á aukinni starfsemi í tengslum við stofnun nýrra deilda, meistaranámi, sumarnámi o.s.frv. 

IFS. Rekstrarmódelið er að öllu leyti eins og KVÍ, en verður að greiða út 10% af tekjum í umsýslugjald til Tmakk frá og með 2017. Vaxtamöguleikar eru metnir heldur meiri hjá IFS en KVÍ vegna þess að erlendi nemendahópurinn er stærri. Þess má geta að verðlagning námsins er svipuð og hjá Prague Film School sem er samkeppnisaðili. IFS er hins vegar miklu ódýrari en London Film School, New York Academy o.fl sem eru líka í samkeppni um nemendur. 

UFS.  Unnið er að því að safna upplýsingum um rekstrarforsendur. IFS er notað sem viðmið en þær forsendur gefnar að rekstrar- og launakostnaður sé 20% lægri og skólagjöld lækkuð sem því nemur. Lækkun verðs er fyrsta skrefið í að reyna að ná fótfestu á svæðinu. Rannsókn er í gangi á rekstrarumhverfi Kampala og niðurstöður eru væntanlegar innan tíðar. Breytingar verða þá gerðar á áætlun ef þurfa þykir.

Einkavegur. Áætlunin sýnir glögglega að mesta kúnstin við reksturinn, til viðbótar við að selja námið, er að tryggja að hægt sé að taka fjármuni úr rekstrinum til að uppbyggingar á nýjum útibúum. Einkavegur er net skóla þar sem það er sameiginlegt markmið að víkka út starfsemina. Það er skammur tími sem er áætlaður í rannsóknir og sölu Einkavegs á Íslandi, en á móti kemur að Spánn er hluti af tilrauninni og sjálfsagt að koma strax upp þeim kúltúr að vinna hratt enda er gert ráð fyrir því í framhaldinu.

TmakkUN. Glímir við sama verkefnið og Einkavegur að rekstur verður að skila fjármagni til uppbyggingar. Reyndar má segja að uppbygging og útvíkkun starfsemi sé einkenni starfseminnar út öldina. Fyrir utan fyrstu sölurnar er úrslitastundin 2020-´21, þegar auka á nemendafjölda úr 300 í 1000. Takist það eru möguleikar á frekari vexti miklir. Það gæti þó þurft meira hlutafé en áætlunin sýnir á síðari stigum. Verkefnið, þegar líður á öldina, verður að vinna rétt úr fjárfestingargetu félagsins. Þá mun vegferð TmakkUN sem rannsóknarháskóli hefjast.

50 nem, tvær námsbr

300 nem, tvær námsbrautir

1000 nem, 10 námsbrautir

100.000 nem, 100 námsbrautir

5.000.000 nem, 300 námsbrautir

10.000.000 nem, 500 námsbrautir

Hagnaður Telemakkusar

Áætlanir

Hér að neðan eru rekstraráætlanir fyrir Telemakkus og fimm undirskóla; þrjá kvikmyndaskóla, einn fréttamannaskóla og einn netháskóla. Töflurnar sýna áætlaðar tekjur og tvíþættan kostnað, annars vegar kostnað við grunnrekstur og hins vegar kostnað við uppbyggingu.

 

Ástæða er til að benda á að áætlanir gera ráð fyrir 5 milljón dollara hlutafjáraukningu hjá Telemakkusi, sem verður deilt niður á skólana 2017 , '18 og '19.

 

50 nem * 1/2 ár

100 nem, 2 lönd

300 nem 3 lönd

500 nem 4 lönd

1000 nem 5 lönd

10.000 nem 10 lönd

50.000 nem 50 lönd

100000 nem 100 lönd

110 nem

140 nem

160 nem

160 nem

160 nem

240 nem

30 nem * 1/2 ár

70 nem

110 nem

140 nem

160 nem

240 nem

30 nem * 1/2 ár

70 nem

110 nem

140 nem

240 nem

bottom of page