top of page

ÁHRIFAVALDAR

Hér er fjallað um nokkra af helstu áhrifavöldunum á hugmyndafræði, stefnumótun og sköpun Telemakkusar.

 

1. Peter Drucker og bók hans Management Challenges for the 21st Century frá árinu 1999.

2. Thierry Gaudin og Franska vísindaráðið, Framtíðaspá, Prospective 2100, frá árinu 2000

3. Kvikmyndaskóli Íslands 1992 til 2016 sem tilrauna- og rannsóknarmiðstöð.

4. Peter Thiel og bók hans Zero to One frá 2014.

5. Páll Skúlason og bók hans Háskólapælingar  frá 2014

6. Andrei Tarkovsky, Federico Fellini, Luis Buñuel.

 

1. Peter Drucker, Management Challenges for the 21st Century frá árinu 1999.

 

Both health care and education should continue to be major “groth sector” demographics make reasonable sure of this. But both are certain to undergo major shifts within the sector

Peter Drucker

 

Drucker kynnti að athafnalífið skiptist skiptist niður í mengi (sectors) sem ná yfir alla jörðina. Dæmi um mengi eru t.d. að bankastarfsemi er í einu mengi, skemmtanaiðnaðurinn í öðru, samgönguiðnaðurinn í því þriðja o.s.frv. Öll mengin eru síðan ýmist vaxandi (growth) eða hnignandi (decline) hnattrænt, en þó misjafnlega eftir svæðum og stöðu samfélagsþróunar. Drucker bendir á að það getur verið mikil hreyfing, umbrot og viðskipti innan mengis, þrátt fyrir að greinin sjálf sé í hnignun. Í heimi þar sem allur atvinnurekstur er orðinn 100% alþjóðlegur (global) þá er nauðsynlegt að skilja og þekkja stöðu atvinnugreinarinnar í heild á heimsvísu. Stjórnun og rekstur í hnignunargreinum er ólíkur þeim sem er í vaxtagreinum.

 

Þetta er bók fyrir framkvæmdastjóra (managers) og Drucker skrifar djúpvitran texta sem reyndist verða hans sálumessa en hann dó árið 2005. Lauk þar með 60 ára einstæðum mentora- og rannsóknarferli á sviði stjórnunar- og samfélagsfræða, með höfuðáherslu á atvinnulífið (economy). Bókin sem er innan við 200 bls er hrein biblía og ennþá fersk 17 árum eftir að hún kom fyrst út (1999).

 

Drucker horfir fram 21. öldina, með sterka taug í fortíðina, lítur yfir allt sviðið og kemst að þeirri niðurstöðu útfrá mengjafræðunum að atvinnulífið muni skipa minni sess í samfélögum framtíðarinnar. Hann taldi að skemmtanir (leisure) hefði líka náð fullri stærð þótt mikill hreyfanleiki einkenndi sviðið. Drucker taldi að mestu vaxtamöguleikarnir lægju í opinberum og hálfopninberum rekstri, t.d. í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu. Hann taldi líka að það yrði vöxtur í margvíslegum samtökum sem byggja á sjálfboðastarfi.

 

Drucker rökstyður hvernig allur rekstur, hversu smár eða eða lókal hann er, verði að staðsetja sig í alþjóðlegri samkeppni. Hann kynnir til sögunnar breytingaleiðtogann (The Change Leader) sem einbeitir sér að því að vera á undan breytingunum. Bendir á að framundan sé breyting á samsetningu vinnuafls; úr verkafólki (manuel-workers) yfir í þekkingar-starfsmenn (knowledge-workers). Útskýrir rækilega hvernig þekkingarstarfsmenn lúta allt öðrum lögmálum en verkafólk, af því þeir stjórna sér sjálfir og vinna út frá persónulegum markmiðum. Stærsta stjórnunaráskorun 21. aldarinnar segir hann, er að gera þekkingarstarfsmenn arðbæra.

 

Sú þekking sem þessi bók veitti í Telemakkusaruppbyggingunni í upphafi aldarinnar, var ómetanleg. Að fá staðfesta sýn á hnattvæðinguna og að meðtaka þá kenningu að menntastofnanir muni sækja sér sterkari stöðu í framtíðinni. Að stúdera breytinga-leiðtogann og þekkingar-starfsmanninn. Allt var þetta bæði menntandi og hvetjandi og féll vel að þeirri hugmyndafræði sem var í þróun.

 

Eitt atriði, sem sjá má í útfærslu Telemakkusar í dag, kemur beint upp úr þessari bók Management Challences for the 21st Century. Það er tvöfalda rekstraráætlunin þar sem greindur er lágmarkskostnaður við grunnframleiðslu annarsvegar, og kostnaður vegna fjárfestinga í framtíðinni (þróun, rannsóknir, nýjungar) hins vegar. Framsetning rekstaráætlana (sjá rekstur) Telemakkusar er unnin með þessari útfærslu.

 

2. Thierry Gaudin og Franska vísindaráðið, Prospective 2100.

 

Það er margt í menningu og framkvæmdasögu Frakka sem gerir þeirra framtíðarspá áhugaverða og  trúverðugri en hjá öðrum. Prospectus 100 kom út aldamótaárið 2000 þar sem gerð er tilraun til að spá fyrir um samfélög mannsins og jörðina næstu 100 árin.

 

Ein óvenjulegasta sýnin er í mannfjöldaspánni, þar sem þau segja að fólksfjölgun muni ná hámarki um 2070, en síðan muni mannkyninu fara mjög hratt fækkandi og nær jafnvægi 3-4 milljarðar um 2100. Þetta er mjög djörf spá sem kallar á mikinn hraða í efnahagsþróun fátækustu ríkja. En hún er ágætlega rökstudd og ekki tengd neinum hamförum. Fyrirtæki og stofnanir sem stefna á langan líftíma ættu að setja það í innra minnið að stöðug fjölgun neytenda gæti snúist á skömmum tíma. Það er allt annað starfsumhverfi að starfa í hnignun, sbr Drucker hér að framan.

 

Það sem vakti mesta forvitni var hvernig Vísindaráðið skipti öldinni niður í tímaskeið, sem síðan voru rökstudd og útskýrð:

 

1980 til 2020 afþreyingartímabilið (loisir)

2020 til 2060 lærdómstímabilið, hið nýja menntasamfélag (nouvelle éducation)

2060 til 2100 Samfélag sköpunarinnar (création)

 

Þetta er mjög bjartsýn spá sem gerir ráð fyrir að mannkynið nái loks tökum á tilverunni.

 

2. tímabilið er mjög áhugavert fyrir hvern þann sem hefur hugsjónir um dreifingu menntunar um heimsbyggðina. Að framundan sé ný lærdómsöld, fyrstu skref inn í nýja tíma, þar sem menntunin tekur við af afþreyingunni. – Þetta var hvetjandi  lestur áður en lagt var af stað í ferð með Telemakkus þar sem markmiðið er að skapa stór skólasamfélög. Ekki verra að gera það með blessun hinnar mörghundruðára gömlu Frönsku vísindaakademíu.

 

3. Kvikmyndaskóli Íslands 1992 til 2016 sem tilrauna- og rannsóknarmiðstöð.

 

Það verður að hafa í huga, að allan tímann meðan unnið hefur verið að þróunarstarfi Telemakkusar hefur verið í gangi skólastarf hjá Kvikmyndaskóla Íslands með innritun og útskrift tvisvar á ári, önn eftir önn, ár eftir ár. Tilraunir, prófanir og framþróun hefur verið í kjarna skólastarfsins. Það setur alla hugmyndavinnu og tillögur Telemakkusar í traustara samhengi að baki liggur raunveruleg þekking á skólarekstri. Þekking sem er stöðugt í prófun meðan skólastarf er í gangi. Þetta samhengi er ekki síst innávið og bætir sjálfstraust gagnvart hugmyndum sem eru lagðar fram.

 

Í grundvallaratriðum gengur skólastarfsemi út á sannfæra mjög klár ungmenni um að koma í skóla. Mennta þau síðan þannig að mjög kröfuhart atvinnulíf taki við þeim með ánægju. Í kringum þennan feril þarf að skapast orðspor sem tryggir að flæðið sé stöðugt ár eftir ár.´

 

Niðurstaða þessarar vinnu birtist síðan í skólastefnu Telemakkusarskólanna og í markmiðum og framtíðarsýn skólanna.

 

4. Peter Thiel og bók hans Zero to One frá 2014.

 

The most valuable businesses of coming decades will be built by entrepreneurs who seek to empower people

Peter Thiel

 

Bók Peters Thiel kom inn á mikilvægu tímabili hjá Telemakkusi árið 2015 þegar unnið var að því að koma starfsseminni af hugmynda- og rannsóknarstigi yfir á framkvæmdastig. Bókin Zero to one, með undirtitilinn “Notes on Startups, or How to build the Future” er með fókus á uppbyggingu nýsköpunarfyrirtækja, eða það sem kallað er “startups” á ensku. Þetta er fyrsta bók höfundar sem sækir styrk sinn í að hann hefur raunverulega reynslu af uppbyggingu nýsköpunarfyrirtækja. Peter Thiel hefur tekið þá í að stofna eða fjármagna fyrirtæki eins og Paypal, Facebook, SpaceX og LinkedIn.

 

Bókin hefur að einhverju leyti verið notuð sem handbók í þeirri mótunarvinnu sem hefur sér stað hjá Telemakkusi. Meðal annars var búið til “The Peter Thiel test” til að máta kenningar bókarinnar við Telemakkusarverkefnið.

 

Peter Thiel á það skylt við Peter Drucker að skoða mannkynið útfrá margvíslegum sjónarhornum, les í niðurstöður og kemur með vel meinandi og trúverðugar tillögur. Bókin tekur vel utanum alla þá þætti sem hugsa þarf og framkvæma í undirbúningsferli fyrir Telemakkus svo hann nái flugi. Snjallar greiningar og ábendingar voru t.d um hvernig þjóðir (einstaklingar, mannkynið) eru í einu af fjórum tegundum af “state of mind”: Óskilgreind eða skilgreind, bjartsýni eða svartsýni, þar sem skilgreind bjartsýni er heilbrigðasta staðan. Verðmæt greiningaraðferð þegar nýir viðskiptamannahópar eru sóttir heim, til að meta umhverfið. Þessi greining tengist síðan 4 möguleikum Bostroms um framtíð mannkyns sem rakin er síðar í bókinni.

 

Frábær greining á efnahagsbólum, bæði “dot.com” á 10. áratugnum og “green” á þeim fyrsta á þessari öld. Ábendingar um hvernig má meta stöður og greina hættur. Hafandi lifað á Íslandi með öllum sínum sveiflum þá er þetta áhugavert. Telemakkus hyggst ná miklum vexti, verður bæði verðmætt fyrirtæki og skapar “cult”. Það verður að gæta sín á því að glepjast ekki af bólum.

Fjallað um mikilvægi þess að rétt sé staðið að stofnun fyrirtæki, stjórnun og mannahald, mikilvægi þess að hafa eitthvað einstakt að bjóða (secret), áhersla á sölustarf, að ná einokun í lítilli tjörn og stækka síðan hratt, ná “exponential” vexti,  skilja framtíðina og trúa á “take off” hjá mannkyninu. Þetta eru allt mjög vel kenndir þættir og byggðir á hugsun og reynslu. Reynt hefur verið að nýta lærdóminn í hugsun og skipulagi Telemakkusar.

 

Á fræðilegum grunni, þó vissulega sé það einnig hrein praktík, þá er stærsta kenning bókarinnar kröftug gagrýni Peter Thiel á eyðandi mátt samkeppninnar og mikilvægi þess að koma fyrirtækjum í einokunarstöðu. Það sé betra bæði fyrir fyrir fyrirtækin sjálf og viðskiptavini þeirra. Rökstuðningur er traustur en kenningin er djörf, enda ráðist að heilögum sannindum markaðssamfélagsins um mikilvægi samkeppni. Þessi sannindi eru meðtekin.

 

Að lokum verður að minnast á “the power law” sem kynnt er í bókinni. Hvernig eitthvað eitt sem nær í gegn verður margfalt. Það er ein rétt aðferð og ef hún finnst þá verður árangur í margfeldi.

 

5. Páll Skúlason og bók hans Háskólapælingar  frá 2014

 

Háskólarnir munu leggja undir sig heiminn fyrr eða síðar

Páll Skúlason 

 

Heimspekingur, fyrrum rektor Háskóla Íslands og mikilvirkur höfundur. Háskólapælingar voru hans síðasta bók, en hann dó árið 2015.

 

Frá Páli kemur hluti af einkunarorðum Telemakkusar. Hann sagði að meginhlutverk háskóla væri að afla þekkingar, varðveita hana og miðla.  Útfærslan hjá Tmakk eru "söfnum, meðhöndlum og miðlum þekkingu".

 

Bókin er safn af greinum, erindum og ræðum, sem Páll skrifaði um viðfangsefnið stefnumótun háskóla, sett fram af manni sem hafði hugsað djúpt og lengi um viðfangsefnið. Bókin er því hafsjór þekkingar um álitamál í tengslum við háskóla og hér eru dæmi um nokkur atriði sem hann kryfur; Munurinn á menntastofnun & þekkingarfyrirtæki. Um gildi sjálfstæðra rannsókna fræðimanna innan háskólasamfélagsins. Leitin að sannri þekkingu, æðsta hugsjónin: Hvernig getum við breytt til hins betra. Þekking skiptist í hugmyndir-skoðanir-kenningar. Sjálfsupphafning einstaklingsins í nútímanum. Dýpstu leyndardómar sköpunarverksins. Samvinna og samfélag fræðimanna. Háskóli er: 1) lærdómsstofnun, 2) félagsheild fræðimanna, 3) rekstrar- & skipulagsstofnun. Háskóli vill ekki ráða yfir neinum og vill starfa án pólítískra, efnahagslegra eða trúarlegra afskipta. Virk þátttaka háskólasamfélagsins í stjórnun skólans, jafningjastjórnun, fræðin mynda eina heild. Þörfin til að vera á undan starfsgreinunum. Verkefnið er að skapa skilyrði og tæki til að gera drauminn um mannlíf undir merkjum skynsemi & frelsis að veruleika. Maðurinn er þekkingarvera og það er grundvallarstaðreynd lífs hans. Þekkingin (hugmyndir, kenningar) er af sama toga og peningar í þeim skilningi að hún getur dreifst um allan heiminn, þekkingarvæðing heimsins. Háskólinn þjónar með því einu að vera til staðar. Siðfræðilegar skyldur háskóla, að efla innra líf og samskiptahæfni nemandans. Vinna háskólakennarans: Rannsóknir – kennsla – stjórnun.

 

Þessi atriði og mörg önnur voru gaumgæfð við undirbúning, sérstaklega gagnvart TmakkUN þar sem markmiðið er að læra sem mest af hinu rótgróna háskólasamfélagi.

 

Það sem kallaði fram mestu pælingarnar var að kynnast helstu meginstefnunum í þróun háskóla: Þýski skólinn (Humbolt) þar sem helsta hlutverk háskólans (Berlín) er að þjóna fræðunum, Franski skólinn (Napóleon) sem þjónar þjóðfélaginu fyrst og fremst (fagskóli/embættismenn/elíta), og enski skólinn (Newmann kardináli) sem setur nemandann í öndvegi. Bandarísku háskólarnir eru siðan bræðingur úr þýska og enska skólanum, ásamt ýmsu nýju sem þeir hafa þróað.

 

Telemakkus varð að máta sig inn í þessi kerfi og móta stefnu fyrir sína skóla. Það liggur fyrir að hin lokuðu kerfi Tmakk skólanna þar sem áhersla er lögð á trygga hæfni að loknu námi, eru skyld franska módelinu. Rannsóknarhlutinn hjá Tmakk skólanum er að mestu aðkeyptur, þ.e. yfir 90% kennara við skólann er starfandi í sínu fagi annars staðar og miðlar fróðleik sínum síðan í kennslu. Hins vegar er stefnt að því að “innanhúss” rannsóknum fjölgi með tímanum og öllum einingum er skylt að safna í rannsóknarsjóð. Rannsóknir skipa því jafnmikinn sess og faghæfnin. Enski skólinn með sína áherslu á nemandann fellur algjörlega að daglegri stefnu Tmakk skólanna þar sem velferð nemandans er alltaf í fyrsta sæti.

 

Niðurstaðan var að Tmakk skólar hefðu alla þessa þætti; Fagið, vísindin, nemandann og þjóðfélagið, í forgrunni sinnar starfsemi. En í stað þess að skilgreina Tmakk í þjónustu eins eða annars þá er starfsemin skilgreind sem sjálfstætt svæði í tíma og rúmi sem nemendur, atvinnulífið, vísindin og þjóðfélagið getur sótt þjónustu til, án þess að einn þáttur sé tekin fram fyrir annan.

 

Bók Páls Skúlasonar hefur reynst góð biblía í undirbúningi að sköpun háskólasamfélags.

 

6. Andrei Tarkovsky, Federico Fellini, Luis Buñuel.

 

Aðferðarfræði kvikmyndagerðarinnar (leikstjóri/framleiðandi) er mjög áhrifarík leið til að koma flóknum verkefnum í framkvæmd af því hún er svo margþætt og sveigjanleg. Stundum þarf að samhæfa marga verkþætti á sekúndubroti í önnur skipti er unnið í árafjöld í hugmyndavinnu. Stundum er nákvæm stjórnun á fjölmennum hópi klukkustund eftir klukkustund, en í önnur skipti hálfgert reiðileysi ár eftir ár. Ímyndunaraflið er alltaf með í för og í frumsköpun er bókstaflega allt leyfilegt. Hver kvikmynd þarf að fara í gegnum ótal hindranir bæði huglægar og rekstrarlega. Kvikmyndagerð þegar best lætur fyrst og fremst fáguð listsköpun þar sem unnið er í mjög stórt og kraftmikið form. Aðferðafræðin sem mótast hefur er margbrotin en hún er beinlínis hönnuð til að koma flóknum sköpunarverkum í framkvæmd og hún er notuð við uppbyggingu Telemakkusar. 

 

Valdir eru þrír evrópskir leikstjórar sem sérlegir áhrifavaldar, Tarkovsky, Fellini og Buñuel. Allir áttu þeir langa og farsæla ferla, sem þó voru markaðir af miklum erfiðleikum. Þeim tókst að halda listamanninum á lífi og héldu skapandi flugi fram í andlátið. Allir voru þeir sjálfstæðir og gerðu sínar myndir, hvað sem tautaði og raulaði. Og allir voru þeir stórkostlegir listamenn.

 

Sem listamenn sköpuðu þeir heima, persónur, atburðarásir, sögðu frá og spurðu spurninga, þannig að sá sem á horfði varð ekki samur á eftir.

 

Skrifa mætti langt mál um þessa mentora fagsins en hér verður látið nægja að birta nokkrar tilvitnanir í hvern og einn þeirra, sem sýnishorn af þeim lærdómi sem frá þeim hefur verið fengin í sköpunarvinnu og uppbyggingu Telemakkusar.

 

TARKOVSKY

 

Relating a persona to the whole world. That is the meaning of Cinema. 

 

Becoming an artist does not merely mean learning something, acquiring professional techniques and methods. Indeed … in order to write well you must forget the grammar.

 

Never try to convey your idea to the audience - it is a thankless and senseless task. Show them life, and they’ll find within themselves the means to assess and appreciate it.

 

Clearly the hardest thing for the working artist is to create his own conception and follow it, unafraid of the strictures it imposes, however rigid these may be... I see it as the clearest evidence of genius when an artist follows his conception, his idea, his principle, so unswervingly that he has this truth of his constantly in his control, never letting go of it even for the sake of his own enjoyment of his work.

 

Artistic creation, after all, is not subject to absolute laws, valid from age to age; since it is related to the more general aim of mastery of the world, it has an infinite number of facets, the link that connect man with his vital activity; and even if the path towards knowledge is unending, no step that takes man nearer to a full understanding of the meaning of his existence can be too small to count.

 

FELLINI

 

Realism is a bad word. In a sense everything is realistic. I see no line between the imaginary and the real.

 

A created thing is never invented and it is never true: it is always and ever itself.

 

“An artist is a provincial who finds himself somewhere between a physical reality and a metaphysical one. It’s this in-between that I’m calling a province, this frontier country between the tangible world and the intangible one. That is the realm of the artist.”

 

“Ricordati che è un film comico. ['Remember, this is a comedy']”

 

LUIS BUNUEL

 

Waking dreams are as important, as unpredictable, and as powerful as those we have when we’re asleep.

 

Fortunately, somewhere between chance and mystery lies imagination, the only thing that protects our freedom, despite the fact that people keep trying to reduce it or kill it off altogether.

 

Mystery is the essential element of every work of art.

 

 

bottom of page