top of page

Módelið sem KVÍ/IFS/UFS starfar eftir er hannað fyrir kvikmyndaiðnað sem er í fyrstu skrefum uppbyggingar (breið starfalína, fjölmennir nemendahópar og mikið lagt upp úr að allir nemendur læri að vera drifkraftar kvikmyndagerðar). Það er því freistandi að opna skóla á stöðum þar sem kvikmyndaiðnaður er að byrja að skjóta rótum. Fyrsta skrefið til að draga upp þessa framtíðarmynd er stofnun UFS í Uganda.  Stóra myndin er að opna skóla byggða á sömu fyrirmynd víðsvegar um heiminn þar sem ekki eru viðurkenndir kvikmyndaskólar fyrir.

FRAMTÍÐARSÝN

Menntaeining í boði:

Grunnnám háskóla í kvikmyndagerð og leiklist til 120 eininga ECTS diplomu eða 180 eininga BA gráðu. Námsleiðin er í samvinnu við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Boðið er upp á nám við eftirfarandi 4 deildir:

 

D1 Leikstjórn/Framleiðsla
D2 Skapandi tækni
D3 Handrit/Leikstjórn
D4 Leiklist

KVIKMYNDASKÓLI

ÍSLANDS

Búum til stjörnur

Kvikmyndaskóli Íslands var stofnaður árið 1992. Árið 2003 fékk hann viðurkenningu mennta- og menningarmálaráðuneytisins til reksturs einnar námsbrautar. Árið 2007 fékk skólinn heimild til reksturs 4 sérnámsdeilda sem þróast hafa í núverandi deildir. Árið 2010 var skólanum stefnt á háskólastig og stúdentspróf gert að skilyrði fyrir inntöku. Árið 2012 var KVÍ kosinn inn í alþjóðasamtök kvikmyndaskóla Cilect sem eru samtök 150 fremstu kvikmyndaskóla heims. Kvikmyndaskólanum tókst á 12 árum að vaxa frá því að bjóða upp á 3 mánaða námskeið í kvikmyndagerð árið 2000, yfir í að komast í hóp þeirra bestu í veröldinni. Árið 2015 var staðfest formlegt samstarf Kvikmyndaskóla Íslands við Háskóla Íslands um viðurkenningu eininga KVÍ og rekstur námsbrautar til BA gráðu. Háskóli Íslands er ríkisháskóli, elsti og virtasti háskóli landsins. Árið 2015 var einnig gengið frá nýjum þjónustusamningi við mennta- og menningarmálaráðuneytið. Framundan er þróun samstarfsins við Háskóla Íslands, stofnsetning stúdentsprófsbrauta í kvikmyndagerð í samstarfi við framhaldsskólastigið. Á næstu 5 árum mun jafnframt hefjast vinna við að koma á meistaranámsbraut í kvikmyndagerð. 

 

Umsóknartölur síðustu missera eru um 300 á ári í 60 námsstöður en meðalfjöldi nemenda hefur verið um 100. Með hliðsjón af samningum við HÍ og staðfestum þjónustusamningi, sem hefur verið í vinnslu síðastliðin 5 ár, þá er hefur verið stækkun verið undirbúin. Stefnt er að því að fjöldi nemenda verði 120 á haustönn og nái mörkum kjörstærðar 140 – 160 ári í janúar 2017. Rekstarmarkmiðið sem stjórn setur rektor er að hann nái og haldi 160 nemendum að staðaldri í skólanum.

Rektor skólans er Hilmar Oddsson kvikmyndaleikstjóri. Hann hefur verið hjá skólanum síðastliðin 5 ár og litið er á hann sem framtíðarstjórnanda við skólann.

 

Framkvæmdaáætlun KVÍ
1. janúar 2018, nemendafjöldi 140, fullsetinn skóli

VERKEFNIÐ

Þjónustusamningurinn við ríkissjóð tryggir skólanum 80 milljón króna árlega fjárveitingu úr ríkissjóði sem er um 30 - 40% af rekstrarkostnaði. Samningaviðræður eru enn í gangi um frekari hækkun þessarar fjárveitingar en KVÍ hefur farið fram á að þær verði 144 milljónir á ári.  Aðrar tekjur eru skólagjöld sem eru um 1200 þúsund á ári fyrir hvern nemanda. Nemendur fá lán frá LÍN fyrir skólgjöldum og uppihaldi.

 

Fjárhagsleg kjörstærð Kvikmyndaskóla Íslands miðar við 160 nemendur og að tekjur skólans séu 2,1 milljón á nemendaígildi eða 340 milljónir og árlegar sértekjur séu 10-20 milljónir. Einingin KVÍ er því  350 milljónir í kjörstærð.


Tekjur síðasta árs voru um 200 milljónir króna og munu væntanlega hækka lítillega á þessu ári. Umtalsverð hækkun í nemendatekjum verður síðan '18 og '19. Stefnt er að því að markmiðinu um 350 milljóna árstekjur verði náð 2020.

FJÁRMÁL

Miðað er við að nemendaaukning verði við HÍ samstarfið og að full fjárveiting 144 milljónir verði komin 2019. KVÍ greiðir ekki út arð fyrr en hann hefur komið sér upp tryggingasjóði sem getur staðið undir tveggja ára rekstri við algjört tekjurof. Miðað er við að sjóðsöfnun verði lokið fyrir 2050 og þá greiði KVÍ 10% af tekjum til Telemakkusar eins og aðrir skólar. Tekjuaukning '30, '50 og '100, er byggð á aukinni starfsemi, meistaranám, sumarnám o.s.frv. 

Að komast í hóp fimm bestu kvikmyndaskóla heims fyrir árið 2026.

Viðmið markmiðs eru eftirfarandi:

 

Að í þrjú ár í röð hafi skólinn náð þeim árangri að:

> fjöldi umsókna í KVÍ sé á bilinu 4 – 800
> fjöldi umsókna í IFS sé 800 – 1200
> skólamyndir sem komast á viðurkenndar erlendar hátíðir séu 10-20. Myndir sem vinna verðlaun á viðurkenndum alþjóðlegum

   kvikmyndahátíðum séu 1-2

> einu sinni á þriggja ára fresti fái einstaklingur útskrifaður úr skólanum virt verðlaun vegna framlags síns til kvikmyndagerðar
> fjöldi útskrifaðra sem fá vinnu strax að námi loknu séu 50 bæði hjá KVÍ og IFS
> fjöldi nemenda sem kemur nýtt í störf í lykilstöðum sé 5 bæði hjá KVÍ og IFS

> rekstur skili 10% arði til sjóðsöfnunar eða útgreiðslu.

> á þriggja ára fresti birtist 1 verk, rannsókn, ráðstefna, útgáfa eða annað, sem veki athygli á alþjóðavettvangi og hafi raunveruleg áhrif á greinina.

 

Til þess að tryggja að skólinn nái þessu markmiði er unnið að því að þróa:

> betra valkerfi nemenda en aðrir skólar

> betri námskrá en aðrir skólar hafa

> betra umsýslukerfi nemenda en aðrir skólar hafa

> betra framleiðslukerfi en aðrir skólar hafa

> betra samfélagsmiðlakerfi en aðrir skólar hafa

> betra stuðningskerfi við útskrifaða en aðrir hafa

> betra „eitthvað“ en aðrir skólar hafa.

 

 

MARKMIÐ

Anchor 1
Anchor 3
Anchor 4
Anchor 5
bottom of page