top of page

Háskóli sem býður upp á nám á öllum sviðum klassísks háskólanáms. Fyrstu gráður í boði eru BA nám í heimspeki og BS nám í stærðfræði. Þeim mun síðan fjölga ört á næstu árum og áratugum.

TmakkUN

Að baki liggur einföld hugmynd

„Worldwide student numbers forecast to double by 2025“
- Geoff Maslen

University World News

 

TmakkUN er netháskóli og ætlar sér að verða fremstur á því sviði í heiminum. Fyrstu tvær námsleiðirnar sem TmakkUN býður upp á er 180 ECTS eininga grunnnám í stærðfræði og heimspeki. Í framhaldinu verða svo þróaðar og stofnsettar nýjar námsleiðir inn á öll hefðbundin svið akademíunnar: Hugvísindi, raunvísindi, félagsvísindi, kennsluvísindi og heilbrigðisvísindi. Markmiðið er að TmakkUN bjóði upp á mesta úrval námsleiða allra háskóla í heiminum og verði í fremstu röð sem kennsluháskóli á sem flestum sviðum. Fyrstu 5 – 10 árin verður fókusinn þó eingöngu á grunnnám (undergraduate).

 

Viðskiptahugmyndin er einföld. Allar námsleiðir eru hannaðar og þróaðar í samvinnu við valda háskóla og háskólakennara í öðrum skólum. Skipuð er námskrárnefnd og stjórn hverrar deildar. Námskrárnefnd sem skipuð er færustu sérfræðingum velur síðan bestu mögulegu fræðimenn og kennara til að sjá um kennsluna. Þessir kennarar geta verið starfandi við aðra háskóla eða sjálfstætt starfandi. Athuga verður að hér er einungis átt við þann þátt kennslunnar sem snýr að miðlun fræðanna, ekki endurgjöf, umræður eða prófun. Aðrir munu sjá um þann hluta kennslunnar sem snýr að samskiptum við nemendurna. Í þær stöður þarf að skipa úrvalsfólk en ekki endilega stórstjörnur. Þegar búið er að velja kennara þá er gengið til samninga við þá og viðkomandi háskóla ef þörf er á því, síðan er töku- og vinnsluteymi sett af stað og kennsluefnið unnið.

 

Hvað hyggst TmakkUN að gera til að skapa alþjóðlegar fjöldavinsældir netnáms.

 

Með því að:

   bjóða upp vandað nám með bestu kennurum sem skilar tryggri þekkingu og hæfni

> þróa skólastefnu sem á ríkulegt erindi við nútímann og tryggir gæðanám (sjá sérkenni skólastefna)
> beita aðferðum kvikmyndagerðarinnar við vinnslu og framsetningu kennsluefnis

> beita til fullnustu þeim kennslufræðilegu möguleikum sem netnám býður upp á

> þróa hágæðaumsýslukerfi nemenda
> nota samfélagsmiðla og bestu tækni til að búa til kraftmikil samfélög á netinu

> vinna í samvinnu við bestu kennara og háskóla í heiminum

> tileinka sér klassísk grunngildi háskóla


Að baki þessum atriðum liggur nokkuð djúpstæð rannsókn á fyrirbærinu háskóli, bæði í sögulegu og kenningarlegu ljósi. TmakkUN hyggst ekki umbylta háskólakerfinu, að öðru leyti en því að gefa fleirum kost á að stunda háskólanám og vera fyrsti aðilinn sem nær að stofna kraftmikinn háskóla á netinu sem höfðar til hins „venjulega“ háskólanema. Fyrstu skrefin eru táknræn fyrir það að TmakkUN vill byggja á klassískum háskólahefðum, því áætlað er að fyrstu námsleiðirnar verði í Heimspeki og Stærðfræði. Kóngur og drottning hinna akademisku greina, heimspekin kjarni hugvísindana og stærðfræðin kjarni raunvísindana. Takist að koma þessum tveimur námsleiðum af stað og láta þær standa undir sér, þá er mjög líklegt að allir vegir séu færir varðandi aðrar greinar.

 

Framkvæmdaáætlun TmakkUN
1. des 2018, námskrárvinnu og kennsluhönnun lokið (heimspeki, stærðfræði)
1. okt 2019, framleiðslu kennsluefnis lokið, söluherferð hefst (heimspeki, stærðfræði)
1. feb 2021,  Skólinn fullsetinn með 300 nem per deild, miðað við 420 þús á 60 einingar
1. des 2020, Námskrárvinnu og kennsluhönnun lokið á 5 nýjar deildir
1. sept 2020, Framleiðslu kennsluefnis lokið, söluherferð hefst (5 nýjar deildir)

VERKEFNIÐ

Allir þeir sem reikna út hagnað við netskólarekstur gera það út frá tveimur lykilþáttum: a) Rekstrarkostnaður við netskóla er miklu lægri en við hefðbundinn skóla og b) möguleikar til að vinna með mikinn fjölda nemenda er meiri.

 

Seinni fullyrðingin er rétt en ekki sú fyrri. Það kostar mjög mikla fjármuni að halda úti netskóla.

 

Til þess að nemendur fáist til að velja netháskólann þá þarf eitthvað að vera miklu betra heldur en í kampusskóla. Inntak sölumennsku á  „online“ námi  í dag er:  „Þægindi við námið, nemandi ræður tíma sínum og getur aðlagað námið að vinnu eða annarri daglegri rútínu. Nemandi getur unnið heima hjá sér og kostnaður er í lágmarki“. Vandinn er sá að þeir sem velja sér námið er  jaðarhópur sem, með hliðsjón af hefðum og tísku meðal fjöldans, vildi miklu fremur stunda námið með hefðbundnum hætti, en getur það ekki vegna einhverra ytri aðstæðna. Að sjálfsögðu er þetta mikilvægur viðskiptavinahópur en til þess að ná til hins hefðbundna háskólastúdents, þá verður eitthvað að laða að sem er betra við fjarnámið. Ekki aðeins betra, heldur miklu betra. Það kostar peninga.

 

Sá þáttur sem getur verið miklu betri í fjarnámi er kennslan sjálf, en til þess þarf að leggja mjög mikið í vinnslu kennsluefnisins ásamt því að hanna öflug þjónustukerfi. Þar liggur kostnaður sem flestir horfa framhjá við skipulagningu fjarnámsins. Ef vel á að vera þá þarf helst að setja upphæðir sem slaga upp í byggingarkostnað hefðbundins kampusskóla í kennsluefnisgerð fjarnámsbrauta.

 

Hjá TmakkUN er áætlað er að vinnsla kennsluefnis við eina BA námsbraut sé 30 - 60 milljónir króna, þá er miðað við um 900 klst af efni þar sem framleiðslukostnaður er allt að 60 þúsund á klukkustund. Það er reyndar lágur kostnaður miðað við kvikmyndagerð, en hár miðað við almennan framleiðslukostnað kennsluefnis á fjarnámsbrautum í dag.

 

TmakkUN gerir út á nákvæmlega sömu viðskiptavinahópa og aðrir háskólar. Þar er uppistaðan ungt fólk á milli tvítugs og þrítugs. Áætla má þó að vegna betra aðgengis að netskóla og þjónustu hans við „jaðarhópa“ að aldursdreifing verði breiðari. Auglýsingaherferðir eru gerðar út á áhugasvið og þær fyrstu gera út á hópa sem hafa áhuga á heimspeki eða stærðfræði.


Salan er bæði einföld og flókin. Að selja nemendum beint er einföld tegund af sölu (ekki sama og auðveld). Að selja stjórnvöldum sem vilja kaupa menntun fyrir þegna sína er hins vegar flókið. TmakkUN mun jöfnum höndum stunda báðar aðferðir við sölu.

 

Meðfylgjandi er tafla sem sýnir rekststrarvæntingar TmakkUN 2016 - 2100

FJÁRMÁL

TmakkUN glímir við sama verkefnið og Einkavegur að rekstur verður að skila fjármagni til uppbyggingar. Reyndar má segja að uppbygging og útvíkkun starfsemi sé einkenni starfseminnar út öldina. Fyrir utan fyrstu söluna er úrslitastundin 2020 – 21 þegar auka á nemendafjölda úr 300 í 1000. Takist það er líklegt að möguleikar á frekari vexti verði miklir.  Áætlunin leggur mikið á starfsemina varðandi uppbygginguna og gæti þurft meira hlutafé á síðari stigum. Verkefnið þegar líður á öldina verður að vinna rétt úr fjárfestingargetu félagsins, því arður á að mestu að nýtast í innri uppbyggingu. Þá mun hefjast vegferð TmakkUN sem rannsóknarháskóla.

10.000.000 nem, 500 námsbrautir

5.000.000 nem, 300 námsbrautir

100.000 nem, 100 námsbrautir

1000 nem, 10 námsbrautir

300 nem, tvær námsbrautir

50 nem, tvær námsbrautir

Að TmakkUN bjóði upp á nám sem er í stöðugri uppfærslu á öllum meginsviðum akademíunnar. Að 10 milljón nemendur stundi nám við skólann á hverju ári.

MARKMIÐ

Anchor 1
Anchor 3
Anchor 4

FRAMTÍÐARSÝN

Það er raunveruleg áskorun að ætla að breyta skólamenningu, þ.e. að ætla að gera netnám að alvöru valkosti á alþjóðavettvangi. Það er líka áskorun að nálgast kennsluefnisgerð eins og kvikmyndagerð, þar sem litið er á námsgráðu sem heildstætt verk sem síðan er stöðugt uppfært. Í raun er verið að beisla, skrá og varðveita þekkingu, þar sem hver útgáfa hefur sögulegt gildi. Mjög spennandi að reyna þannig að fanga og skrásetja alla akademíska þekkingu heimsins, frá Platon til Allen Bard, með kennsluefnisgerð. Slík skráning, sem einfaldar aðgengi mikils fjölda fólks að akademískri þekkingu, á að geta leitt af sér þekkingarsprengingu hjá mannkyninu.


Framtíðarsýnin er að sem flestir jarðarbúar hafi aðgang að háskólamenntun og að TmakkUN brjóti upp alla hefðbundna staðla varðandi menntun og viðhorf til menntunar. Vegna þess hve aðgengið verður auðvelt og vegna þess hversu háþróuð og útpæld kennslan verður, þá verður miklu auðveldara að innbyrða mikið magn af menntun. Þannig verði ekki óalgengt að fólki taki 5 BA/BS/Diploma gráður og kannski 3 MA gráður á svipuðum tíma og það tekur fólk að taka eitt grunnnám og eitt meistaranám í dag. Framtíðarsýnin er að TmakkUN og aðrir háskólar komist raunverulega í framlínu samfélagsins og þekkingaröflun verði markmið í sjálfu sér, en ekki endilega sem undirbúningur undir eitthvað annað.

Anchor 5
bottom of page