top of page

Endurskoðandi hjá Deloitte. Telemakkus hefur starfað með Deloitte frá 2003 og uppbygging starfseminnar var hönnuð í samráði við þá. Þorsteinn sem er einn af eigendum Deloitte á Íslandi, hefur starfað með Kvikmyndaskóla Íslands um árabil og hefur stýrt endurskoðun félagsins.

RÁÐGJAFAR

Þorsteinn Guðjónsson
Sigurður Kári Kristjánsson

Hæstaréttarlögmaður. Lögmenn Lækjargötu sjá um samningagerð og lagalega ráðgjöf. Sigurður Kári hefur starfað fyrir Kvikmyndaskóla Íslands undanfarin misseri. Hann var áður alþingismaður og fyrrum formaður menntamálanefndar Alþingis.

Steinþór Þórðarson

Kennsluráðgjafi. Steinþór hefur allt frá árinu 2002 verið einn af lykilráðgjöfum skólans varðandi námskrárgerð, kennsluskipulag og gæðastjórnun. Hann starfaði sem framkvæmdastjóri Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands og síðar sem fræðslustjóri Alcoa bæði á Íslandi og í Saudi Arabíu. Hann starfar nú sem gæðakerfaráðgjafi hjá Capacent.

Ingi Sturluson

Fjármálastjóri KVÍ og framkvæmdastjóri ÞM kemur að störfum Telemakkusar sem ráðgjafi og verktaki í fjármála- , skipulags- og samningavinnu.

Lauk námi frá Kvikmyndaskóla Íslands árið 2010 og hefur síðan starfað við kvikmyndagerð, hönnun og sölumennsku á Íslandi. Hann heldur reglulegu sambandi við Uganda þar sem hann á stóran frændgarð og öflugt tengslanet, m.a. í efstu lög stjórnsýslunnar. Terry mun sjá um framkvæmdastjórn við uppbyggingu skólans í Kampala.

Terry Samuel Kazooba Devos
Böðvar Bjarki Pétursson

STARFSFÓLK

Katrín Bjarkadóttir
Neil John Smith

Teymið hefur áralanga reynslu af náinni samvinnu í skóla- og þróunarstarfi. Til viðbótar við starfsmannateymið eru ráðgjafar sem unnið hafa lengi með Böðvari Bjarka.

 

Framkvæmdastjóri og yfirhönnuður námskráa. Stofnandi og hugmyndafræðingur Telemakkusar. Stofnaði Kvikmyndaskóla Íslands árið 1992. Hefur starfað sem kvikmyndagerðarmaður og sem forstöðumaður Kvikmyndasafns Íslands ásamt því að stýra uppbyggingu Kvikmyndaskóla Íslands síðastliðin 25 ár. Hlutverk hans sem framkvæmdastjóra er að móta heildarskipulag, vinna að fjármögnun allra rekstrareininga, sjá um áætlanagerð, mannaráðningar og daglega stjórn. Sem yfirhönnuður námskráa velur hann og stýrir vinnu sérfræðinga við námskrárgerð og tekur endanlega ákvörðun um framsetningu.

Aðstoðarframkvæmdastjóri, hefur sinnt margvíslegum störfum fyrir Kvikmyndaskóla Íslands og lauk námi úr leiklistardeild Kvikmyndaskóla Íslands árið 2009. Hún hefur umsjón með að fylgja eftir áætlunum og yfirumsjón með sölustarfi.

bottom of page