top of page

Einkavegur býður upp netháskólanám í fréttamennsku (journalism) á alþjóðlegum vettvangi. Kennt er á mismunandi tungumálum. Fyrsta tungumálið er íslenska.

 

Menntaeining í boði: Grunnnám háskóla í fréttamennsku til 60 eininga diplomu.


Námið skiptist í þrjá hluta:

Kjarna, Fréttamennsku, Miðlun

EINKAVEGUR

FRÉTTAMANNASKÓLI

Skóli hins nýja fréttamanns​

Netháskólanám í fréttamennsku

 

Hugmyndin rekur sig aftur til ársins 2003 þegar Böðvar Bjarki var að rannsaka eina af áhrifamestu skólastefnum síðustu aldar BAUHAUS og kenningar stofnandans Walter Grophius. Verkefnið var að finna skólastefnu sem gæti verið framhald eða andsvar við BAUHAUS. Rannsóknarspurningin var: Ef BAUHAUS var skólastefna 20. aldarinnar, hver gæti verið skólastefna þeirrar 21. Niðurstaðan var EINKAVEGUR.

 

Í stað íbúðarhúss er kominn einkavegur. Í stað fegurðar og gæða fyrir fjöldann inn á heimilin, þá eru komnar fréttir og skynjun fyrir einstaklinginn hvar sem hann er staddur. Í stað listaskóla er kominn fjölmiðlaskóli. Grundvallarmunurinn er að Einkavegur boðar aðskilnað og sjálfstæði einstaklingsins en Bauhaus boðar samruna og velferð heildarinnar. Bauhaus er fyrir alla. Einkavegur er fyrir hvern og einn. Lokahnykkurinn á þessari vinnu var að gera manifestó Einkavegs sem var stefnt var gegn manifestói Grophiusar um Bauhaus. Þar má sjá heimspekina að baki Einkavegi og samanburðinn við Bauhaus. Manifesto

 

Í ársbyrjun 2011 var byrjað á námskrárvinnu og var Jónas Kristjánsson blaðamaður og ritstjóri til áratuga fenginn til að hanna fréttamannanámið en Böðvar Bjarki hannaði miðlunarnámið og heildarstrúktúr námsleiðarinnar. Niðurstaðan var 60 eininga námsleið, eða tvær annir, sem öll yrði kennd í fjarnámi. 

Þess má geta að töluvert hefur verið glímt við þá viðskiptahugmynd að til yrði jafnframt sjálfstæður fjölmiðil Einkavegur fjölmiðill sem rekinn yrði samhliða skólastarfinu. Ákveðinn fjöldi útskrifaðra fengi síðan vinnu við hann að loknu námi. Niðurstaðan er hins vegar sú að flækja ekki hugmyndina og einbeita sér að þeim sviðum þar sem þekkingin liggur, sem er að reka skóla. Einkavegur mun reyndar verða rekinn sem opinber fjölmiðill, en það verður sem skólamiðill


Einkavegur er alþjóðlegur skóli, en þó þannig að kennt verður á tungumáli þess lands sem hann er staðsettur í, á þýsku í Þýsklandi, spænsku á Spáni, o.s.frv. og settar verða upp þjónustumiðstöðvar í hverju landi fyrir sig. Fyrsta prófunin verður gerð á Íslandi, en stefnt er að opnun útibús á Spáni strax árið 2019 og síðan koll af kolli frá einu landi til annars.

 

Framkvæmdaáætlun Einkavegs
15. sept 2017, 2 mánaða söluprófun
1.  des 2017, samningar við HA, ráðningar og framleiðsla kennsluefnis hefst 
1. feb 2018, sala hefst
1. apríl 2018, lágmarkssölu (50) náð á Íslandi
1. des 2018, samningar og ráðningar á Spáni
1. apríl 2019, lágmarkssölu (500) náð á Spáni.

VERKEFNIÐ

Grunneining starfseminnar er borin upp af 100 nemendum sem hver um sig greiðir 395 þúsund krónur fyrir önnina. Allt námið er tvær annir. Þetta þýðir að á Íslandi þarf að selja 100 nemendapláss á ári sem er djarft markmið, en jafnframt er það góð prófun á sölumöguleikum og hversu mikið má leggja á smáan viðskiptamannahóp (100.000).

 

Formlega söluvaran er diploma á grunnstigi háskólastigs, sem hentar vel sem hluti af BA námi, en einnig sem hæfniviðbót við allar meistaragráður og háskólasamfélagið almennt. Sú hæfni að kunna að vinna fréttir bæði faglega og tæknilega og getað miðlað þeim með öruggum hætti er verðmæt á öllum sviðum akademiunnar. Hið sama má segja um fyrirtækin í atvinnulífinu. Starfsmenn með þessa þekkingu eru verðmætir. Það vita allir sem reka stofnun eða fyrirtæki í dag.

 

Raunverulega söluvaran er hörkgott fréttamannanám sem veitir góða hæfni. Útskrifaðir geta tengt það með margvíslegum hætti við líf sitt og starf. Einn valkosturinn er að búa til sinn eigin fjölmiðil og nota fagþekkingu sína, fengna frá Einkavegi, til að skapa sér tekjur, stöðu og virðingar. Í löndum þar sem atvinnuleysi er mikið hentar námið sérstaklega vel fyrir fólk sem vill standa á eigin fótum, og koma sér upp eigin fjölmiðli og reyna að hafa af honum tekjur. Þess vegna viljum við nánast samhliða söluprófa á Íslandi þar sem atvinnuleysi er 3% og á Spáni þar sem atvinnuleysi er 30%. Atvinnulausir er viðskiptavinahópur sem fáir sækja á, og því spennandi að prófa þessa hugmynd á honum.

 

Meðfylgjandi tafla sýnir væntingar um vöxt Einkavegs 2016 - 2100

FJÁRMÁL

Áætlunin sýnir glögglega að mesta kúnstin við reksturinn, til viðbótar við að selja námið, er að tryggja að hægt sé að taka fjármuni úr rekstrinum til að byggja upp annars staðar. Einkavegur er net skóla þar sem það er sameiginlegt markmið að víkka út starfsemina.

50 nem * 1/2 ár

100 nem, 2 lönd

300 nem 3 lönd

500 nem 4 lönd

1000 nem 5 lönd

10.000 nem 10 lönd

50.000 nem

50 lönd

100.000 nem 100 lönd

Að Einkavegsskóli verði til á öllum helstu þjóðtungum veraldar. Að 100 þúsund nemendur stundi nám við skólann árlega. Að ein milljón útskrifaðra nemenda starfi við eða hafi tekjur af fréttamennsku árlega víðsvegar um heiminn.

 

Markmið námsins er að nemendur öðlist þekkingu og færni til að stunda allar tegundir fréttamennsku og fjölmiðlunar hvort sem unnið er með texta, sjónvarp, útvarp eða netið.  Námið er mjög efnismikið og gerir miklar kröfur til nemandans um vinnu og verkefnaskil. Markmiðið er að útskrifa traust og faglegt fréttafólk sem nær góðum árangri í starfi og hefur vald á öllum miðlum. Markmiðið er líka að strax að námi loknu geti nemendur opnað eigin fjölmiðil á neti og byrjað að reka faglega fréttaveitu.

 

MARKMIÐ

Anchor 1
Anchor 3
Anchor 4

Draumsýnin sem Einkavegur byggir á er gjörbylting núverandi fjölmiðlunar í heiminum. Í stað þess að fréttir séu fluttar af fáeinum stórum miðstýrðum fjölmiðlum, þá er ætlunin að láta þúsundir, eða tugþúsundir fjölmiðla verða til. Þá er átt við alvöru fjölmiðla þar sem faglegum vinnubrögðum fréttamennsku er beitt ásamt því að fréttum er miðlað af þekkingu með texta, ljósmyndum og kvikmyndum. Nemandi sem klárar Einkaveg getur strax að námi loknu opnað fréttastofu og skapað sér þannig tekjur, einn eða í samstarfi við aðra. – Ein hliðin á þessari hugmynd er að verið sé að virkja það mikla afl sem notar samfélagsmiðlana og gefa því faglega rödd sem skilar tekjum. – Önnur hlið er að ef fjölmiðlar eru „taugakerfi samfélagsins“ eins og stundum er sagt, þá stefnir Einkavegur að styrkingu taugakerfisins. Háleitt markmið Einkavegs er því að skapa betri heim.

FRAMTÍÐARSÝN

Anchor 5
bottom of page