top of page

Icelandic Film School (IFS) býður upp háskólanám í kvikmyndagerð og leiklist á Íslandi fyrir enskumælandi útlendinga.

 

Menntaeining í boði: Grunnnám háskóla í kvikmyndagerð og leiklist til 120 diplomu eða 180 eininga BA gráðu samvinnu við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Boðið er upp á nám við eftirfarandi 4 deildir:


D1 Directing/Producing
D2 Creative Technology
D3 Screewriting / Directing
D4 Acting for Screen

ICELANDIC

FILM SCHOOL

Creating Stars

Icelandic Film School hefur verið í undirbúningi frá því 2008. Gerðar hafa verið sölukannanir allt frá árinu 2009. 1. júní 2015 var formlega opnað fyrir sölu inn í deildirnar. Kennt er nákvæmlega sama prógram og í íslensku deildinni nema kennslan fer fram á ensku. Stjórnsýslan er sú sama og starfsfólkið. 

 

Þrátt fyrir langa reynslu skólans í erlendum samskiptum þá er það nýbreytni að ætla að sækja nemendur til útlanda tvisvar á ári, ár eftir ár.  Það  hefur verið sannreynt með könnunum að áhugi er til staðar. Eins allir skólamenn þekkja þá er kúnstin við nemendainnritun fólgin í því að ná í góða og trausta nemendur. Þess vegna er mikilvægt að „veiðarfærið“ sé rétt stillt og útfært til að ná í réttu nemendurna.

 

Sérstaða IFS eru einkenni Tmakk skólanna, vönduð námskrá og kennslukerfi sem tryggja árangur, exótískt, öruggt og þægilegt land til að stunda nám í.


Innritun er nú í gangi fyrir haustönn og stefnt er að því að ná 3 til 4 bekkjum í gang á haustönn fyrir 1. júní, og sama fjöldi á vorönn 2017 fyrir 1. október. IFS verður fullsetinn 2019 - '20 með 120 til 160 nemendum.

 

Framkvæmdaáætlun IFS
1. sept 2017, 10 neme
1. jan 2018, nemendafjöldi 30
1. sept 2018, nemendafjöldi 70
1. jan 2019, nemendafjöldi 105
1. sept 2019, nemendafjöldi 140 fullsetinn skóli

VERKEFNIÐ

Fyrir tveggja ára nám greiða nemendur 34.000 evrur eða 40.000 USD.  Deildin er því svipuð að stærð og sú íslenska. Áætlað er að skólinn hafi náð fullri stærð 201 - '20.

FJÁRMÁL

Miðað er við fyrstu 35 nemendurna haustið 2016. Rekstrarmódel IFS er eins og KVÍ, en reksturinn er miðaður við að 10% tekna sé greiddur til Telemakkusar. Vaxtamöguleikar eru metnir heldur meiri hjá IFS en KVÍ vegna þess að erlendi nemendahópurinn er stærri. Þess má geta að verðlagning námsins er svipuð og hjá Prague Film School sem er samkeppnisaðili. IFS er hins vegar miklu ódýrari en London Film School, New York Academy o.fl sem líka eru samkeppnisaðilar.

Að komast í hóp fimm bestu kvikmyndaskóla heims fyrir árið 2026.

Viðmið markmiðs eru eftirfarandi:

 

Að í þrjú ár í röð hafi skólinn náð þeim árangri að:

> fjöldi umsókna í KVÍ 4 – 800
> fjöldi umsókna í IFS sé 800 – 1200
> skólamyndir sem komast á viðurkenndar erlendar hátíðir séu 10-20

> myndir sem vinna verðlaun á viðurkenndum alþjóðlegum kvikmyndahátíðum séu 1-2

> einu sinni á þriggja ára fresti fái einstaklingur útskrifaður úr skólanum virt verðlaun vegna framlags síns til kvikmyndagerðar
> fjöldi útskrifaðra sem fá vinnu strax að námi loknu séu 50 bæði hjá KVÍ og IFS
> fjöldi nemenda sem kemur nýtt í störf í lykilstöðum sé 5 bæði hjá KVÍ og IFS

> rekstur skili 10% arði til sjóðsöfnunar eða útgreiðslu

> á þriggja ára fresti birtist 1 verk, rannsókn, ráðstefna, útgáfa eða annað, sem veki athygli á alþjóðavettvangi og hafi

   raunveruleg áhrif á greinina

 

Til þess að tryggja að skólinn nái þessu markmiði er unnið að því að þróa:

> betra valkerfi nemenda en aðrir skólar

> betri námskrá en aðrir skólar hafa

> betra umsýslukerfi nemenda en aðrir skólar hafa

> betra framleiðslukerfi en aðrir skólar hafa

> betra samfélagsmiðlakerfi en aðrir skólar hafa

> betra stuðningskerfi við útskrifaða en aðrir hafa

> betra „eitthvað“ en aðrir skólar hafa

 

 

MARKMIÐ

Anchor 1
Anchor 3
Anchor 4

Módelið sem KVÍ/IFS/UFS starfar eftir er hannað fyrir kvikmyndaiðnað sem er í fyrstu skrefum uppbyggingu (breið starfalína, fjölmennir nemendahópar og mikið lagt upp úr að allir nemendur læri að vera drifkraftar kvikmyndagerðar). Það er því freistandi að opna skóla á stöðum þar sem kvikmyndaiðnaður er að byrja að skjóta rótum. Fyrsta skrefið til að draga upp þessa framtíðarmynd er stofnun UFS í Uganda.  Stóra myndin er að opna skóla byggða á sömu fyrirmynd víðsvegar um heiminn þar sem ekki eru viðurkenndir kvikmyndaskólar fyrir.

FRAMTÍÐARSÝN

Anchor 5
bottom of page